Heil og sæl

Ágústmánuður farinn og september kominn.

Það er í nógu að snúast hjá okkur í Vinaminni. Börnin eru orðin nokkuð örugg á sinni nýju deild og gengur vel. Útivera er mikil meðan veður er gott en verður í vetur 1x á dag þegar veður leyfir og hugsanlega oftar fyrir mestu útigarpana því útivera er alltaf í boði í vali líka.

Vísdómsstundir hófust í þessari viku eftir mikinn spenning og byrja ljómandi vel,  börnin vinnusöm og taka þessu nýja hlutverki mjög alvarlega.

Hópastarf hefst í næstu viku. Með báðum hópum verður unnið mikið með stöðvavinnu og markvisst með einingakubba

2013 árgangur fer í hefðbundna þemavinnu (könnunaraðferð) þar sem leitast er við að leiða þau áfram lausnaleit á því þema sem þau velja. Að þau komi með hugmyndir sem ég síðan útfæri eftir þemanu.

Þema hjá 2014 árgangnum verður ,,ég sjálfur og líkaminn minn“. .

Góða helgi.