Kæru foreldrar.

Sumarstarfið okkar færist mikið út þessa dagana enda veðrið til þess að njóta. Börnin sem stunduðu nám í Vísdómsstundum síðastliðið skólaár eru á ferðalögum í allan júní. Þau koma í leikskólann á morgnana og borða morgunverð síðan fara þau úr húsi og koma stundum ekki heim í leikskólann aftur fyrr en um kl. 14:00-15:00 þá borða þau hádegisverð úti í náttúrinni.

Aðrir aldurshópar fara að sjálfsögðu líka í ýmsar ferðir og vettvangsferðir um nánast umhverfi leikskólans en það fer eftir aldri og fyrri störfum barnanna hvert er farið og hve langt er farið.

Sumarstarfið færist því mikið út, ýmisst út í garð eða út fyrir garð. Dúkkurnar fara út, myndlistin fer út, smíðadót og stundum kubbar fara út, auk þess sem hreyfingin er mikil enda mikilvæg börnunum.

Að hoppa og skoppa, hlaupa og klifra er börnunum nauðsynleg hreyfing og sumarið er tilvalið til að iðka þá þætti af hjartans list.

Megið þið njóta sumarsins kæru foreldrar og fjölskyldur ykkar.

bestu kveðjur

leikskólastjóri