Í lok maí var mikið um dýrðir hjá elstu börnunum en þá varu Visdómsstundunum slitið.  Þau gisti í leikskólanum aðfaranótt laugardagsins 27. maí. Börnin lögðu leikskólann undir sig og léku sér með allt dót skólans, ekki leiðinlegt það. Þau borðuðu kjötbollur og hrísgrjón í kvöldmatinn. Allir sofnuðu svo vært og voru börnin komin í draumalandið upp úr klukkan 22:00
Laugardaginn 27. maí voru svo skólastlitin haldin. Við fengum Danshöllina lánaða fyrir athöfnina því ekki höfum við pláss í leikskólanum fyrir svona mörg börn, foreldra, systkini, afa og ömmur. Börnin sýndu leikritið „Ævintýrakastalinn“, en sagan er efti þau sjálf.
Þau stóðu sig með prýði enda orðin alvöru leikarar með leikhæfileikana að vopni og sönginn til að gera verkið tilkomumeira.
Að sýningunni lokinni fengu börnin afhenta viðurkenningu fyrir að hafa tekið þátt í Vísdómsstundum skólaárið 2016-2017 og handrit af sögunni sinni og blóm í barminn.
Því næst stormaði hersingin yfir í leikskólann og þar var gestum boðið upp á súkkulaðiköku, heitan rétt, ávexti og kaffi.

Þetta var yndisleg útskrift og börnin alsæl.
Takk fyrir komuna kæru foreldra, ömmur, afar og systkini.
leikskólastjóri