Það er allt gott að frétta af Dvergasteini. Börnin á Dvergasteini eru nú farin að borða morgunmat á sinni deild en ekki með Völusteini eins og áður. Þessi breyting hefur lagst vel í börnin og gengið vel. Fyrsti starfsmaðurinn mætir klukkan 8 og sækir þá morgunmatinn og gerir klárt inn á Dvergasteini. Þau börn sem eru mætt fyrir 8 á morgnanna fara þá fyrst á Völustein en svo yfir á sína deild þegar fyrsti starfsmaður deildarinnar mætir og borða morgunmat þar.

Önnur góð breyting á deildinni eru nýju starfmennirnir okkar þær Rannveig og Ragna Ýr. Þær hafa báðar strax náð vel til barnanna og eiga auðvelt með að ná athygli þeirra og fá þau til að hlusta og sitja kyrr. Ragna Ýr er að kenna börnunum Lubba (Lubbi finnur málbein – hjálpar við að læra íslensku málhljóðin) og hefur gengið ótrúlega vel. Þeim finnst þetta mjög spennandi. Ragna er búin að sitja námskeið um hvernig á að kenna Lubba svo hún var valin í verkið og mun kenna hinum á deildinni réttar aðferðir. Rannveig hefur verið dugleg að stjórna söngstundum og sögustundum, börnunum til mikillar skemmtunar.

Börnin hafa verið dugleg í smiðjunni og vinna allir hörðum höndum að því að hafa eitthvað til sýnis á Opna húsinu (3 júní milli kl 11 og 13) þar sem foreldar og aðstandendur fá að sjá ýmis listaverk eftir börnin. Á morgun förum við svo í sveitaferð með börnum og foreldrum og er mikil spenna fyrir því. Brúðubíllinn verður svo á ferli í Júní og stefnum við að því að rölta með börnin á sýningu þegar bíllinn er í nágrenninu. Við höfum aðeins þurft að vera að nota pollagallan undanfarið en erum að vona að aðalega verði gripið í úlpurnar á næstunni.

Núna í lok maí koma ný börn á deildina sem ekki hafa verið á leikskólanum okkar áður. Fljótlega eftir sumarfrí færast flest börn á milli deilda og fara öll Dvergasteinsbörnin yfir á Völustein. Við gerum ráð fyrir því að sú aðlögun muni ganga nokkuð vel fyrir sig þar sem að þessar tvær deildir voru blandaðar fyrir áramót og börnin því vön Völusteini og starfsfólkinu þar.

Nokkrar skemmtilegar myndir úr starfinu: