Við höfum haft í mörgu að snúast þessa vikuna eins og venjulega. Bókaormurinn stækkar hægt að rólega og við bíðum spennt eftir bók númer 50

Hópastarfið heldur áfram og eru börnin nú að fara að vinna í lokaverkefnum hópastarfsins á næstunni. Einnig eru málörvunarleikir, ýmis spil, fínhreyfivinna og margt fleira í hópastarfinu.

Vísdóms eru að leggja lokahönd á búningana sína. Næst er að gera leikmynd fyrir sýninguna. Á fimmtudaginn var tilkynnt um rafmagnsleysi í húsinu fram eftir morgni og við notuðum tækifærið og ræddum um rafmagn til hvers við þyrftum það. Þetta varð heilmikil og skemmtileg umræða sem endaði að sjálfsögðu á spurningu um hvernig rafmagnið yrði til. Börnin fengu því það heimaverkefni að spyrja mömmu og pabba út í það og í næstu viku kemur góður gestur sem ætlar að fræða okkur um hvernig rafmagnið verður til.

Í dag ákváðum við að breyta til og hafa flæði í öllum skólanum (Álfasteinn tekur þátt ef þau treysta sér til hverju sinni). Þegar börnin eru búin að borða morgunmat með foreldrum sínum máttu þau velja sér að fara á hvaða deild sem er. Í boði var t.d.

Smiðja

Skólastofa. Einingakubbar, legó. leir og fleira

Völusteinn. Borðvinna og fínhreyfiverkefni

Dvergasteinn. Búleikur og borðvinna

Eftir morgunmatinn opnar svo búið og borðstofan.

Eftir mikla skipulagningu og pælingar tókst þetta að lokum með glæsibrag. Það var svo mikil ró yfir öllum börnunum og gleðin var allsráðandi. Um 10:45 settumst við svo öll niður í skólastofunni og sungum nokkur lög áður en börnin héldu til sinna deilda að undirbúa hádegið. Markmiðið með þessu eru að börnin geti smám saman lært á húsnæðið, öðlist sjálfstæði til að breyta til og fara inn á aðrar deildir og að sjá allt fólkið sem er í húsinu. Við vinnum jú öll saman og þurfum oft að stökkva milli deilda og þá er gott að börnin þekki andlitið. Þetta myndar líka samfellu fyrir börnin og auknar líkur eru á því að aðlögun milli deilda gangi hratt og örugglega fyrir sig. Þessu verður haldið áfram því öllum þótti þetta svo skemmtilegt og mun halda áfram að þróast með tímanum.

Foreldraviðtöl verða á Töfrasteini síðustu vikuna í mars.