Kæru foreldrar
Þrátt fyrir að mikið sé í gangi í þjóðfélaginu, eins og til að nefna Kórónaveiran ætlum við að halda okkar striki í starfinu í Vinaminni svo lengi sem kostur er á. Við leggjum áherslu á handþvott eins og sóttvarnarlæknir og aðilar almannavarna hafa lagt mikla áherslu á og telja að með góðum handþvotti getum við komist langt í viðureigninni við þessa óskemmtilegu veiru. Það þarf vart að nefna að þið foreldrar eruð örugglega að leggja áherslu á handþvott hjá börnunum ykkar og með þessháttar átaki bæði í leikskólanum og heima getum við gert góða hluti í baráttunni. Við vonum að þessi óskemmtilegi vágestur berji ekki að dyrum hjá okkur en ef svo verður þá förum við að sjálfsögðu eftir þeim fyrirmælum sem okkur verður gefið.
Þar til næst
Sólveig Einarsdóttir
leikskólastjóri