Kæru foreldrar
Vonandi hafið þið öll átt gott sumarfrí og getað notið þess að vera með fjölskyldu og vinum, náð að slaka ykkur og eiga notalegar stundir saman.

þá eru börnin ykkar að hefja nýtt leikskólaár í leikskólanum Vinaminni og nýju börnin eru að hefja leikskólagönguna sína hér. Það er alltaf gott að koma aftur að sumarfríi loknu en merkilegast finnst mér að börnin hafa stækkað svo mikið í sumar, en þegar þau eru búin að vera í svona löngu fríi sést svo vel hvað þau hafa stækkað.

Við starfsfólk hlökkum til að hefja starfið á nýju skólaári. Við vonum að börnin ykkar og þið sjálf verðið ánægð með starfið og njóti hverrar stundar í leikskólanum sínum.

Á skipulagsdeginum 7. ágúst vorum við með starfsmannafund, fórum yfir áherslur í starfsáætlun komandi skólaárs, samræmdum hluti og ræddum saman. Eftir það var tiltekt á deildum, skiptst á leikefni og allt gert tilbúið fyrir komu barnanna í skólann.

Starfsáætlunin kemur svo hér inn á síðuna og vil ég biðja ykkur að lesa hana yfir svo þið vitið hvað börnin ykkar eru að læra í skólanum sínum.

Þar til næst
Sólveig
Leikskólastjóri