Kæru foreldra

Föstudaginn 23. mars síðastliðinn fór fram skemmtileg páskaeggjaleit í leikskólanum. Starfsfólk faldi pappamassaegg sem börnin voru búin að búa til og síðan leituðu börnin að eggjunum. Börnin á Álfasteini og Dvergasteini fengu aðstoð við leitina frá börnunum á Töfrasteini eða frá eldri systkinum/frændsystkinum. Að lokinni leitinni fengu börnin  að velja sér skrautegg sem foreldrafélagið keypti fyrir börnin. Skrauteggin ásamt því sem börnin voru búin að föndra fyrir páskana hengdu þau á páskagreinina sína sem þau fóru með heim fyrir páskana.
Börnin skemmtu sér vel og gaman að fylgjast með þeim og sjá undrunarsvip og sigurbros þegar þau ráku augun í eggin.

Sólveig
leikskólastjóri