Það er í nógu að snúast á Töfrasteini eins og venjulega. Börnin una sæl við sitt og eru dugleg að leika sér úti sem inni.

Nýr starfsmaður er byrjaður að vinna á Töfrasteini. Sara Hlín sem við bjóðum hjartanlega velkomna í hópinn.

Kisuhópur er mjög duglegur í hópastarfi. Í vikunni lærðum við stafinn/hljóði/táknið Ú/ú. Börnin ráða orðið við að horfa á myndirnar í bókinni og finna út hvaða orð/mynd byrjar á hljóðinu sem við erum að læra. Við unnum með form á ljósaborðinu okkar og fengu einnig að prófa mósaík (dót sem er unnið er að mynd, svipað og perlur). Svo bættust segulkubbarnir vinsælu við í lokin. Einnig vorum við að gera víkingakórónur fyrir þorrablótið og fór heilmikil vinna í það. Bæði að klippa út formið og mála það. Næsta hópastarf verður næsta þriðjudag, vegna ferðar hjá Vísdóms, þá svissast dagar.

Bangsahópur er í Lubba og við rifjum upp alla stafina/hljóðin/táknin sem komin eru í hverri stund. Þetta er góð æfing sem mun koma þeim að gagni á næstu árum meðan þau eru að læra hljóð og þróa málþroska sinn og hljóðkerfisvitund. Við lásum svo söguna um Hvata sem fór í dýragarðinn og gerði ýmsar æfingar með dýrunum og börnin hjálpuðu (líkamsvitund t.d. standa á einum fæti eins og hani og hoppa eins og kanína).

Vísdóms halda áfram að útbúa leikmynd og sauma sér búninga auk markvissrar málörvunar, Lubbastunda og lestri frahaldssaga. Við vorum að byrja að lesa bók sem heitir Hús Stellu frænku. Á mánudaginn 22. janúar kl 10 fara Vísdóms á Landnámssýninguna. Því verður næsta Vísdómsstund á mánudag, ekki þriðjudag. Ég geri ráð fyrir að strætó fari um kl 9 svo við þurfum að vera komin tímanlega til að borða og græja okkur af stað. Fimmtudagurinn er svo óbreyttur.

Í dag er svo þorrablót hjá okkur og börnin fá að smakka hefðbundinn íslenskan þorramat og fræðast um þorrann.

Að lokum fylgir svo lag og texti staffs/hljóðs vikunnar.

 

Ú ú

(Yfir kaldan eyðisand)

Úlla hrópar ú, ú, ú,

ú er skráð á spjöldin.

Uglan segir ú-hú-hú

úti seint á kvöldin.