Kæru foreldrar.

Þriðjudaginn 26. september fara börnin sem stunda nám í Vísdómsstundum í vetur á tónleiksa Sinfóníuhljómsveitarinnar í Hörpu.
Að þessu sinni flytja þeir verkið „veiða vind“ sem eflaust verður skemmtilegt að njóta. Tónleikarnir byrja kl: 11:00 svo við þurfum að leggja af stað frá Vinaminni upp úr klukkan hálf tíu, en við tökum strætó báðar leiðir. Það er gaman að hafa tækifæri til að leyfa börnunum að njóta menningarviðburðar sem þessum, en tónleikarnir eru fluttir með tónlist, sögumanni og myndum.

Þar sem við verðum seint fyrir til að fá hádegisverð í leikskólanum ætlum við að elda pizzu í leikskólanum og taka hana með okkur, síðan snæðum við hádegisverðinn í Hörpu eins og góðum tónlistargestum sæmir.
Það er alltaf gaman að hafa tilbreytingu í lífinu og eins og máltækið segir. „Lítið er barns gaman“ en það segir okkur að við þurfum oft ekki að gera mikið til að gleðja börnin okkar.

Leikskólastjóri