Nú hefur margt skemmtilegt verið um að vera á Dvergasteini!

19 maí forum við í sveitaferð að Grjóteyri með foreldrum. Sú ferð fór alveg ótrúlega vel og var virkilega skemmtileg. Þar var fullt af fallegum og skemmtilegum dýrum og nýfæddum ungviðum (lömb, folöld, kálfur, kiðlingar, kettlingar, hænuungar og hvolpar). Þegar börnin höfðu skoðað dýrin og vinnuvélarnar gæddu allir sér á grilluðum pulsum og svala og léku sér svo í flottum leiktækjum á bænum. Við vorum líka svo ótrúlega heppin að fá alveg yndislegt veður. Sól og blíðu.

      

3 júní var svo Opið hús þar sem foreldrar og aðrir aðstandendur gátu komið og séð falleg listaverk eftir börnin á leikskólanum. Leikskólinn var alveg einstaklega fallega skreyttur listaverkum og var hvergi að finna auðan vegg en börnin hafa verið mjög dugleg að búa til fallega myndir og önnur listaverk í smiðjunni. Það er alveg ótrúlega gaman að sjá hvað börnin gera ólíkar myndir þó notaður sé nákvæmlega sami efniviðurinn.

12 júní röltum við svo með börnin að sjá Brúðubílinn. Þetta var þónokkuð langt labb fyrir litlar fætur en gekk alveg ótrúlega vel. Börnunum fannst gaman að sjá Brúðubílinn og voru dugleg að sitja kyrr og horfa. Aftur fengum við alveg yndislegt veður og sáum fljótt eftir því að hafa klætt okkur og börnin svona vel. Við bættum vel á sólarvörn á börnin svo allir væru vel varðir fyrir sólinni sem skein og hitaði alla vel. Við hvetjum samt foreldra til að setja sólarvörn á börnin sín áður en börnin koma í skólann yfir sumartímann þar sem það sparar mikla vinnu og gefur börnunum fleiri mínútur til að leika sér í sólinni (Í stað þess að þurfa að bíða í röð eftir að starfsmaður setur á þau sólarvörn). Við reynum líka að vera mikið úti þegar veðrið er svona gott.

 

Hér fyrir neðan eru svo fullt af skemmtilegum myndum úr starfinu:

Hjálpsemin í fyrirrúmi! Fallegt að sjá.

   

Myndir af nokkrum listaverkum á Opna húsinu: