Í Vísdómsstundum er ávallt nóg að gera. Við erum að leggja lokahönd á búninga, leikmynd er að byrtast og fyrsta æfing á leikritinu er búin og gekk vonum framar. Við söfnum áfram mjólkurfernum í næstu viku.

Kóngulóahópur og Risaeðluhópur eru að vinna að lokaverkefni tengd þema. Auk þess erum við í vinnu með húsið okkar, götuheiti, bæjarfélag og við erum farin að spila meira og meira, vinna með ljósaborð og að búa til sögur. Það verður gaman að sjá afrakstur vetrarins á opna húsinu.

Það er komin 41 bók í bókaorminn svo það styttist í pítsaveislu. Að henni lokinni breytist bókaormurinn aðeins. Þá geta börnin sjálf sett hlekk í orminn ef það hefur verið lesið fyrir þau heima og þá verður hann nú fljótur að stækka.

Góða helgi
Ingibjörg