Kær foreldrar

Börnunum á Álfasteini líður mjög vel í leikskólanum og þau eru ótrúlega dugleg að leika sér og flott í samskiptum sín á milli. Þau eru duglega að mynda orð og sum komin með tveggja orða setningar. Nú eru komin tvö lítil skott í hópinn en þau eru bara rétt eins og þau sem eru búin að vera í skólanum síðan í haust voru þá. Svo er ein lítil skotta að bætast í hópinn á mánudaginn 28. mars.

Börnin eru mjög dugleg að fara út að leika þegar veður leyfir. Það eru algerir útistrumpar í hópnum. Svo eru þau orðin voða dugleg að pussla og þeim finns líka gaman að leira.

Gólfleikurinn er líka vinsæll og starfsfólkið hefur vart undan að skipta úr dótinu því þessir litlu einstaklingar hafa ekki voða mikið úthald við viðfangsefnin. Það er líka hluti af leiknum hjá þessum aldurshópi og bara gaman.