Heil og sæl

Þar sem spáin var nú ekki sérstaklega skemmtileg fyrir daginn í dag þurftum við að finna okkur eitthað skemmtilegt að gera í staðinn. Í vali var óvænt í borðstofu. Þegar börnin sem völdu í borðstofuna í morgun voru tilbúin fyrir þau tuskur, svampar og vatn og hófust þau handa við að þrífa borð, stóla og veggi hátt og lágt. Við vorum auðvitað orðin blaut og léttklædd eftir  því. Á meðfylgjandi myndum má sjá upptekin börn við vinnu sína. Þeim þótti þetta ljómandi skemmtilegt.

Annars hefur vikan verið góð. Við höfum lesið nokkrar bækur svo bæst hefur í bókaorminn okkar. Þær telja nú 14 stykki svo það er enn þó nokkuð í land til að ná 50. Í dag lærðum við orðið digur.

Annars eru börnin glöð og iðin við leik og störf

Góða helgi