Þorrinn hefur verið mjög rólegur en frekar kaldur. Það væri gaman að fá smá snjó en Góan er eftir og eflaust lætur hún sitt ekki eftir liggja í veðrabryggðum.
Börnin í Vísdómsstundum þ.e. börnin sem eru á síðasta leikskólaárinu, eru að sauma sér leikbúninga en það finnst þeim mjög gaman og þau meðhöndla saumnálina eins og lærðir klæðskerar. Það er samt dálítil kúnst að þræða tvinnann í nálaraugað en það er ótrúlegt hvað þau eru natin við að koma þræðinum í gegnum augað.
Ástæða þess að elstu börnin eru að sauma sér leikbúninga er sú að þau eru búin að velja sér hlutverk og eru að semja sögu utanum sögupersónurnar. Síðan fer af stað mikil vinna við að búa til leikmynd og það sem þau vilja útbúa til að hafa í sýningunni og fullkoman verkið.
Í vor nánartiltekið í maí ætla börnin að gista eina nótt í leikskólanum sínum, frá föstudegi til laugardags. Þá verður sko fjör, þau hafa kvöldvöku, setja upp leiksýninguna, borða eitthvað rosa gott og skemmta sér saman í öllum leikskólanum þar til þreytan tekur öll völd og börnin sofna rótt.
Daginn eftir þ.e. á laugardeginum koma foreldrar barnanna kl: 10:00 og horfa á leiksýningu barnanna. Börnin verða útskrifuð úr Vísdómsstundum, þau fá viðurkenningu, rós í hnappagatið og innbundna söguna sem þau hafa myndskreytt sjálf. Börnin bjóða foreldrum sínum upp á útskriftarköku og ávexti.
Þegar vetrarstarfi elstu barnanna lýkur fara þau í kynnisferðir um allan bæ allt sumarið. T.d. fara þau á söfn í Hljómskálagarðinn, Grasagarðinn, út í Viðey og margt fleyra. Víðsýni barnanna eykst mjög mikið á þessum tíma og þau verða orðin mjög flínk að ferðast í strætó. Þetta er skemmtilegur tími fyrir börnin sem verður þeim lengi í mynnum hafður.