Á Töfrasteini eru elstu börn leikskólans, eða börn á aldrinum 4-6 ára.

Það eru 30 hamimgjusöm börn á deildinni

Fréttir af Töfrasteini

Starfið á Töfrasteini

Hægt er að kynna sér starfsemi barnanna ykkar á Töfrasteini hér.

Í vísdómsstundum, sem eru tvisvar í viku á valtímanum, erum við að vinna markvisst að undirbúningi fimm ára barnanna fyrir áframhaldandi skólagöngu og brúa bilið milli leik- og grunnskólans. Fimm ára börnin þurfa á því að halda að fá annars konar viðfangsefni, meira krefjandi og fá tækifæri til að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn.

Í vísdómsstundum er unnið að ákveðnu þema. Það eru ekki fastmótaðar hugmyndir um hvernig þemað er útfært yfir veturinn heldur ræður frumkvæði og áhugi einstaklinganna og hópsins sem heild þar um. Lögð er áhersla á að skapa skemmtilegt og uppbyggilegt starf í gegnum leik þar sem þjálfuð er upp margskonar færni s.s. rökhugsun, tjáskipti og reglusemi.

Mikilvægt er að börnin verði félagslega sterk þegar þau koma út í grunnskólann þá eru þeim allir vegir færir í lífinu. Það skiptir ekki máli hvort þau þekki stafi eða orð, þau læra það hveort sem er í grunndkólanum. Að eiga auðvelt með að umgangast aðra, eiga góð semskipti við aðra og eiga auðvelt með að eignast vini er lang mikilvægasti þátturinn fyrir börnin þegar þessi stóru tímamót verð í lífi þeirra.

Farið er með börnin á staði sem tengjast þemanu.

Markmið með vísdómsstundunum eru:

  • Að börnin þjálfist í að hlusta hvert á annað, bera virðingu fyrir skoðunum hvers annars og setja sig í annarra spor
  • Að börnin þjálfist í að hjálpa hvert öðru
  • Að börnin öðlist dýpri skilning á hinum ýmsu hugtökum sem þau eru upptekin af
  • Að stuðla að því að leikurinn sé ráðandi afl í þeim verkefnum sem börnin taka sér fyrir hendur
  • Vettvangsferðir eru stór þáttur í vísdómsstundunum

Hvernig vísdómsstundin gengur fyrir sig:
Hver vísdómsstund byrjar alltaf eins, börnin setjast í hálfhring fyrir framan leikskólakennarann og byrja að ræða saman, umræðan getur verið um hvað sem er eða það sem börnunum liggur á hjarta hverju sinni. Eins og áður hefur komið fram er lögð mikil áhersla á að börnin fái að láta hugmyndaflugið njóta sín og þau þori að segja það sem í hugum þeirra býr án þess að öðrum finnist það vitlaust eða asnalegt. Við lærum að virða skoðanir hvers annars þó svo að við séum ekki sammála þeim

Börnunum á Töfrasteini er skipt í hópa eftir aldri og hver hópur fer í hópastarf einu sinni í viku þar sem unnið er markvisst að því þema sem hver barnahópur ákveður að vinna að hverju sinni. Einnig er lögð áhersla á einbeitingarverkefni svo sem að klippa, rífa, líma, spila, leika með einingakubba o.fl. Í hópastarfinu fá börnin tækifæri til að vinna í fámennum hópi jafnaldra.

Markmið með hópastarfinu:

– Að efla málþroska, hvetja börnin til að segja frá
– Að þjálfa börnin í að vera saman í hóp
– Að læra að taka tillit hvert til annars og hlusta hvert á annað
– Að efla vináttu hvers til annars
– Að efla sjálfsbjargarviðleitni þannig að börnin geti bjargað sér
– Að börnin læri að samnýta áhöld og rétti hvert öðru

Þema er viðfangsefni sem tekið er fyrir í ákveðinn tíma.
Í leikskólanum er unnið með ákveðið efni eða þema. Þemað er valið fyrir leikskólaárið og er það hluti af ársáætlun. Unnið er með þetta efni/þema á margbreytilegan hátt og börnin læra að nota öll skilningarvit og margvíslegar vinnuaðferðir við að nálgast viðfangsefnið. Mismunandi er hversu þemaáætlun er fyriirfram skipulögð og oftast þróast verkefnin eftir áhuga barnanna og ýmsu því sem kemur upp.

Einingakubbarnir eru skemmtilegur og þroskandi efniviður fyrir börn á öllum aldri. Einingakubbarnir eru skapandi efniviður og veita börnunum tækifæri til að læra t.d. stærðfræðihugtök eins og stærri, minni, stærsti, helmingi stærri, helmingi minni o.s.frv. Þau læra að flokka, þau læra ummál og þyngd, fegurðarskyn þeirra eflist svo og félagsfærni og rúmskyn. Yngstu börnin handfjatla kubbana og kanna þá, þau bera kubbana fram og til baka en nota þá ekki til bygginga. Fyrstu byggingarnar eru þannig að börnin mynda að mestu leyti raðir, ýmist láréttar (á gólfinu) eða lóðréttar (hlaða). Mikið er um endurtekningar í þessum fyrstu byggingarmynstrum. Síðan fara að koma brúarbygginar þ.e. tveir kubbar með bili á milli tengdir saman með þriðja kubbnum. Þá eru girðingar líka fljótlega sjáanlegar í byggingarleikjum með einingakubbana. Þegar börnin hafa náð færni í að byggja með kubbum fara skrautleg mynstur að koma fram. Alls konar samhverfur má sjá og mikla formfegurð. Þessu næst fara börnin að gefa byggingum sínum nafn og þegar enn lengra er komið eru byggingar barnanna oft eftirmyndir eða tákn fyrir raunverulegar byggingar sem þau þekkja. Þá kemur fram rík þörf fyrir að leika þykjustu- og hlutverkaleiki í tengslum við kubbabyggingar. Í Vina­minni eru einingakubbarnir geysi vinsælir hjá börnunum og eru mikið notaðir í hópastarfi og einnig á valtímanum

Starfsfólkið á Töfrasteini

Deildarstjóri, leikskólakennari: Pernille Tönder
 leikskólakennari: María Ösp Karlsdóttir, stuðningur
leikskólakennari: Sólveig Einarsdóttir í Vísdómsstundum
Ragna Ýr Sigurvinsdóttir,  Gróa Norðfjörð,  Rakel Björg Lenor, Soffía Arngrímsdóttir stuðningur, Halldór Gauti Kristjánsson stuðningur          

Vinskapur

Hlustum og sýnum virðingu

Vellíðan

Mikilvægt er að börnunum líður vel í Vinaminni

Hreyfing

Hreyfing er góður gleðigjafi

Leikurinn

Leikurinn á vísdóm veit