Svona líður dagurinn í Vinaminni

Námssvið og námsþættir fléttast inn í daglegt líf og leiki barnanna. Borðhald, hvíld, hreinlæti, klæða sig úr og í, eru mikilvægir þættir í námi barnanna.

Börnin hjálpa sér sjálf

eftir því sem þroski þeirra og geta leyfa,

það eykur sjálfstæði þeirra og styrk.

Líkamleg umönnun og heilsuvernd stuðlar að almennri vellíðan barnanna.

Dagskipulag leikskólans og ákveðnar tímasetningar, sem þó eru sveigjanlegar, gefur starfinu ákveðna festu.

Dagskipulagið er sniðið að þörfum barnanna, þroska þeirra og aldri og veitir hverju barni öryggi.

Lögð er mjög mikil áhersla á að taka vel á móti hverju barni svo það finni sig velkomið og mikilvægt í leikskólanum. Börnin þurfa að upplifa öryggi og það viðmót sem þau mæta getur haft úrslitaþýðingu varðandi góð samskipti og tengsl.