Fréttir frá Völusteini

Starfið á Völusteini

Hægt er að kynna sér starfsemina hjá börnunum á Völusteini hér.

Í Leikskólanum Vinaminni viljum við stuðla að því að börnin njóti sem best bernsku sinnar og fái að láta leikgleði og ímyndurnaraflið njóta sín í daglega starfinu. Leikurinn í allri sinni fjölbreytni er kjarni í starfi leikskólabarna. Leikurinn er líf barnsins og í gegnum leikinn tjá börnin reynslu sína og upplifanir. Hinn frjálsi leikur barnsins er mikilvægasta tjáningarformið. Leikurinn er ekki aðeins gleðigjafi, hann er barninu nám og starf, leikurinn er náms- og þroskaleið, leið til þekkingar, sjálfstjáningar og sjálfsnáms.

Mikilvægt er í leikskólastarfi að börnin fái að njóta sín í leiknum, að þau fái að stjórna ferðinni og skapa leikinn, ímyndurnaraflið er þar mikilvægur þáttur, að börnin fái að lála ímyndurnaraflið fara á flug og spinna áfram. Þá reynir á hæfni starfsmannanna að taka ekki völdin og ætla að stjórna leiknum, heldur vera þátttakandi í hinum frjóa ímyndunarleik barnsins og viðurkenna hann.

Það hefur sýnt sig að þátttaka hins fullorðna í leik barna er mikilvæg svo fremi sem hann ber sig rétt að og auðgi leikinn. Börnin endast lengur  í leiknum ef hinn fullorðni tekur þátt með þeim. Rannsóknir hafa sýnt að það eru hinir fullorðnu sem hafa áhrif á virkni yngstu barnanna í leiknum. Mikilvægasti efniviðurinn er því starfsfólk, sem hefur áhug og vilja til að starfa með börnunum. Börnin þarfnast þess að hafa önnur börn nálægt sér og vilja leika nálægt hvert öðru en þau leita mest eftir samskiptum við fullorðna.

Oft hefur verið rætt um það að ung börn geti ekki gert þetta og hitt vegna ungs aldurs. Verðum á varðbergi gagnvart þessum ummælum þau hafa letjandi áhrif á starfsmenn sem fara að hugsa „já þau geta þetta ekki þau eru svo lítil“ höfum hugfast þegar við erum að vinna með litlum börnum.

„ÉG GET ÞAÐ SEM ÉG FÆ TÆKIFÆRI TIL AÐ GERA“

Einingakubbarnir eru skemmtilegur og þroskandi efniviður fyrir börn á öllum aldri. Einingakubbarnir eru skapandi efniviður og veita börnunum tækifæri til að læra t.d. stærðfræðihugtök eins og stærri, minni, stærsti, helmingi stærri, helmingi minni o.s.frv.

Þau læra að flokka, þau læra ummál og þyngd, fegurðarskyn þeirra eflist svo og félagsfærni og rúmskyn.

Yngstu börnin handfjatla kubbana og kanna þá, þau bera kubbana fram og til baka en nota þá ekki til bygginga. Fyrstu byggingarnar eru þannig að börnin mynda að mestu leyti raðir, ýmist láréttar (á gólfinu) eða lóðréttar (hlaða). Mikið er um endurtekningar í þessum fyrstu byggingarmynstrum.

Síðan fara að koma brúarbyggingar þ.e. tveir kubbar með bili á milli tengdir saman með þriðja kubbnum. Þá eru girðingar líka fljótlega sjáanlegar í byggingarleikjum með einingakubbana.

Þegar börnin hafa náð færni í að byggja með kubbum fara skrautleg mynstur að koma fram. Alls konar samhverfur má sjá og mikla formfegurð. Þessu næst fara börnin að gefa byggingum sínum nafn og þegar enn lengra er komið eru byggingar barnanna oft eftirmyndir eða tákn fyrir raunverulegar byggingar sem þau þekkja. Þá kemur fram rík þörf fyrir að leika þykjustu- og hlutverkaleiki í tengslum við kubbabyggingar.

Í Vina­minni eru einingakubbarnir geysi vinsælir hjá börnunum og eru mikið notaðir í hópastarfi og einnig á valtímanum.

Hægt er að lesa meira um einingakubbana undir „NÁM Í LEIK“

Starfsfólkið á Völusteini

Deildarstjóri, leikskólakennari: Pernille Tönder
aðrir starfsmenn:
Slaðana Rudinac           Eyþór Jakob Halldórsson           Brynjar Smári

Vellíðan

Leikur

Hrós

Hvíld

Tónlist

Samskipti