Á hverjum degi fá börnin á yngri deildum skólans hafragraut með eplamús, kanel eða rúsínum í morgunverð. Á elstu deildum skólans geta börnin fengið, AB mjólk með rúsínum, kornflexi eða múslí, Cheerios og mjólk eða hafragraut.
Um miðjan morgun alla daga vikunnar fá börnin á öllum deildum skólans, niðursneidda ferska ávexti, epli, appelsínur, banana og perur. Þannig helst blóðsykurinn stöðugur og börnunum líður vel.
Matseðill vikuna 3. til 7. nóvember 2025
Mánudagur
Hádegisverður:
Grjónagrautur með ögn af kanelsykri köld lifrapylsa. Kalt vatn.
Síðdegishressing:
Flatkökur og normalbrauð með smjöri, kæfu og niðursneitt ferskt grænmeti. Kalt vatn og mjólk.
Þriðjudagur
Hádegisverður:
Soðinn fiskur með kartöflum, lauksmjöri, tómatsósu og heitu grænmeti. Kalt vatn.
Síðdegishressing:
Ylvolgar beyglur með smjöri, osti og niðursneitt ferskt grænmeti. Kalt vatn og mjólk.
Miðvikudagur
Hádegisverður:
Kjúklingaleggir að hætti Elízabethar. Kalt vatn.
Síðdegishressing
Normalbrauð og maltbrauð með smjöri, skinku og niðursneitt ferskt grænmeti. Kalt vatn og mjólk.
Fimmtudagur
Hádegisverður
Bakaður fiskur í grænmetissósu með hrísgrjónum og niðursneitt ferskt grænmeti. Kalt vatn.
Síðdegishressing:
Hrökkbrauð og bruður með smjöri, osti og niðursneitt ferskt grænmeti. Kalt vatn og mjólk.
Föstudagur
Hádegisverður
Pasta í rauðri matarmikilli grænmetissósu og niðursneitt ferskt grænmeti. Kalt vatn.
Síðdegishressing:
Brauð með smjöri, allskyns áleggi og niðursneitt ferskt grænmeti. Kalt vatn og mjólk.
